Háþrýstiþvottur í bílageymslum
Fyrirtæki og húsfélög nýta sér oft háþrýstiþjónustu okkar fyrir hreinsun á bílageymslum ofl. Oft safnast ryk og drulla í bílageymslum ásamt því að loftgæði verða slæm ef þær eru ekki hreinsaðar reglulega. Fer það ílla með ökutæki að vera geymd í miklum óhreinindum.
Við höfum tækjabúnaðinn og reynsluna til að taka öll verk að okkur stór sem smá.
Leyfðu okkur að sjá um háþrýstiþvottinn og að viðhalda góðu ástandi á bílageymslunni.