Við bjóðum uppá heildarumsjón á ræstingu fyrir húsfélög, einnig gerum við tilboð í Teppahreinsun, Gluggaþvott, Bílageymslu o.fl. Heyrðu í okkur og komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Við hjá iClean sjáum um reglulegar ræstingar á sameignum fyrir fjölda húsfélaga á stórhöfuðborgarsvæðinu, unnið er eftir verkferlum sem eru sérhæfðir fyrir sameignir og erum við með hóp af þjálfuðu fólki sem sér um slík þrif.
Tíðni þrifa er mismunandi eftir stærð og tegund sameignar, við ábyrgjumst stöðugleika og fagmennsku í hvert skipti sem við ræstum þína sameign.
Hafðu samband og nýttu þér gæða þjónustu á sanngjörnu verði.
Húsfélög nýta sér oft háþrýstiþjónustu okkar fyrir hreinsun á bílageymslum. Oft safnast ryk og drulla í bílageymslum ásamt því að loftgæði verða slæm ef þær eru ekki hreinsaðar reglulega. Fer það einnig ílla með ökutæki að vera geymd í miklum óhreinindum.
Leyfðu okkur að sjá um háþrýstiþvottinn og að viðhalda góðu ástandi á bílageymslunni.
iClean býður uppá teppahreinsanir fyrir bæði húsfélög og fyrirtæki.
Djúphreinsun á teppum er vandasamt verk og erum við með sérhæfðan tækjabúnað til þess að útkoman verði sem allra best hverju sinni. Sérfræðingar okkar nýta reynslu sína svo bæði loftgæði í rýminu og ending á teppinu haldist í góðu lagi.
Hafðu samband og fáðu verðtilboð í teppahreinsun.
Við leigjum út vandaðar mottur í ýmsum stærðum til húsfélaga og fyrirtækja.
Motturnar verja gólf og draga úr óhreinindum, hægt er að óska eftir reglulegum útskiptum á mottum yfir álagstíma svo gólf líti snyrtilega út bæði sumar og vetur.
Láttu okkur sjá um að sækja óhreinu mottuna og setja hreina mottu um leið.