Þvottaþjónusta

Leigu- og þvottaþjónustan er vinsæl viðbót við þær lausnir sem við bjóðum viðskiptavinum okkar uppá.
Við bjóðum uppá ýmsa möguleika í þeirri þjónustu, m.a lín, handklæði, sloppa, þvottaklúta, tuskur, viskustykki og einnig tökum við að okkur þvott fyrir Airbnb íbúðir og því tengdu.
Hún auðveldar viðskiptavinum að hafa yfirsýn með handklæðum, viskustykkjum og eldhúsklútum o.fl. Við sjáum um leigu og þvott á vörunni og skilum henni aftur á réttan stað. Þetta er umhverfisvænn kostur fyrir viðskiptavini sem þurfa ekki að vera kaupa óþarfa vörur eða tækjabúnað til þrifa.
Vertu í sambandi við okkur og nýttu þér þau þægindi sem þvottaþjónustan hefur uppá að bjóða.