Ræstingar
Markmið okkar er að veita viðskiptavinum frammúrskarandi þjónustu þegar kemur að ræstingum á atvinnuhúsnæði. Við leggjum áherslu á skipulögð vinnubrögð og góð mannleg samskipti við okkar viðskiptavini, ásamt því að stuðla að góðri starfsþjálfun og velllíðan starfsmanna okkar.
Við tökum að okkur daglegar ræstingar á stórum sem smáum fyrirtækjum. Okkar heildarlausnir auðvelda viðskiptavinum það umstang sem fylgir oft ræstingum. Við útvegum öll efni og tæki til ræstinga ásamt því að bjóða uppá umsjón með rekstarvörum s.s pokum, sápum, pappír o.fl.
Fáðu verðtilboð og komdu í hóp ánægðra viðskiptavinna okkar sem upplifa þægindi og stöðugleika í daglegum rekstri.