Markmið okkar er að veita viðskiptavinum frammúrskarandi þjónustu þegar kemur að ræstingum á atvinnuhúsnæði. Við leggjum áherslu á skipulögð vinnubrögð og góð mannleg samskipti við okkar viðskiptavini, ásamt því að stuðla að góðri starfsþjálfun og velllíðan starfsmanna okkar.

Við sjáum um daglegar ræstingar í stórum sem smáum fyrirtækjum og heildarlausnir okkar auðvelda viðskiptavinum það umstang sem fylgir oft ræstingum. Við útvegum öll efni og tæki til ræstinga ásamt því að bjóða uppá umsjón með rekstarvörum s.s Pokum, Sápum, Pappír o.fl.
Heyrðu í okkur, fáðu sanngjarnt verðtilboð og komdu í hóp ánægðra viðskiptavinna okkar sem upplifa þægindi og stöðugleika í daglegum rekstri.


Iðnaðarþrif er eitt af aðalsmerkjum iClean og höfum við mikla reynslu á því sviði, við höfum unnið með stæðstu byggingarverktökum á Íslandi með þrif á nýbyggingnum og höfum þar af leiðandi góðan skilning og þekkingu á verkefnum þar sem vönduð og skjót vinnubrögð þurfa að vera í fyrirrúmi.
Einnig geta fyrirtæki og stofnanir óskað eftir þrifum eftir iðnaðarmenn þar sem fræmkvæmdir hafa verið í gangi, s.s eftir breytingar eða viðgerðir á húsnæði.


iClean hefur allt frá stofnun séð um gluggaþvott fyrir bæði stór og smá fyrirtæki, tökum að okkur verkefni jafnt að innan sem utan og einnig milligler innandyra í fyrirtækjum.
Við vöndum til verka og hjálpum dagsbirtunni að komast inn um þína glugga.
Heyrðu í okkur og fáðu tilboð í gluggaþvott á sanngjörnu verði.

Við bjóðum uppá vandaðar lausnir þegar kemur að bón- og ýmiskonar gólfvinnu, við búum yfir þekkingu og tækjabúnaði til þess að fara úti stórar og litlar framkvæmdir.
Mikilvægt er að hafa rétt handtök þegar kemur að viðhaldi gólfa til þess að halda óþarfa kostnaði niðri og fá góða endingu á gólf efninu. Hafðu samband og nýttu þér sérfræðiþekkingu okkar á ýmsum gólfefnum og meðhöndlun þeirra.

Leigu- og þvottaþjónustan er vinsæl viðbót við þær lausnir sem við bjóðum viðskiptavinum okkar uppá.
Við bjóðum uppá ýmsa möguleika í þeirri þjónustu, meðal annars handklæði, sloppa, þvottaklúta, tuskur, viskustykki og einnig tökum við að okkur þvott fyrir Airbnb íbúðir og því tengdu.
Hún auðveldar viðskiptavinum að hafa yfirsýn með handklæðum, viskustykkjum og eldhúsklútum o.fl. Við sjáum um leigu og þvott á vörunni og skilum henni aftur á réttan stað. Þetta er bæði ódýr og umhverfisvænn kostur fyrir viðskiptavini sem þurfa ekki að vera kaupa óþarfa vörur eða tækjabúnað til þrifa.
Vertu í sambandi við okkur og nýttu þér þau þægindi sem þvottaþjónustan hefur uppá að bjóða.
